#12 Tinna Sigurðardóttir, talmeinafræðingur: "Ég fyllti á tankinn en hann varð alltaf strax aftur tómur""
Að finna taktinn: Breytingaskeiðið - Un pódcast de Podcaststöðin
Að þessu sinni ræði ég við Tinnu Sigurðardóttur, þriggja barna móðir í Vesturbænum, sem starfar sem talmeinafræðingur og heldur úti Instagrami um reynslu sína af því að vera kona búin að fara í gegnum tíðahvörf. Hún deildi persónulegri reynslu sinni af því að fara á breytingaskeiðið langt á undan áætlun á Degi breytingaskeiðsins 18.október síðast liðin og vakti mikla athygli. Hún lýsir því hvernig hún var að kljást við þunglyndiseinkenni og kvíða, búin að fara í veikindaleyfi, burnout og heilsuhæli, en varð samt aldrei söm og var hætt að finna fyrir gleði. Af því að hún var aðeins 37 ára þá fannst kvennsjúkdómalækninum hennar hún vera alltof ung til að vera mögulega komin á breytingaskeiðið. En eftir eigið grúsk á samfélagsmiðlum þá kom annað á daginn!