Júní vika 3 - Ótti með Valentínu Tinganelli
Absolute Training - Un pódcast de Absolute Training
Í þessum þætti færð þú að kynnast Valentínu sem er hönnuður, móðir og margt fleira. Valentína hefur tekist á við ótta á svo flottan hátt. Í þættinum ræðum við um það hvernig hún hugsar um óttann og hvað hún gerir til þess að láta hann ekki stoppa sig heldur hvetja sig áfram. Valentína hefur tileinkað sér það að tala um hlutina, vinna úr þeim í stað þess að burðast með eitthvað inni í sér sem jafnvel vex upp í vanlíðan og ótta yfir langan tíma.