September vika 4 - Rútan með Fanneyju Dóru
Absolute Training - Un pódcast de Absolute Training
Fanney Dóra er frábær fyrirmynd. Hún er þáttastjórnandi podcastþáttarins Seiglan og er með vinsælan Instagram aðgang þar sem hún deilir ýmsum ráðum tengt húðvörum og förðun. Hún leyfir fólki að fylgjast náið með lífi sínu með kærasta sínum, honum Aroni og kisunum þeirra, Sebastíani og Ísold (sem eru líka með Instagram). Fanney Dóra hefur lengi stundað Absolute Training og hefur fyrir þann tíma verið dugleg að huga að andlegri heilsu þar sem hún hefur þurft að vinna sig í gegnum kvíða og þunglyndi. Hún kynnti Absolute Training fyrir rútunni sem nýtist fólki til að skoða samböndin við fólkið í lífi sínu.