Eyþór Ingi
AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK! - Un pódcast de Hlynur Ben
Categorías:
Í sjöunda þættinum af AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK! heimsækjum við tónlistarmanninn, leikarann, uppistandarann, lagahöfundinn og gull-barkann Eyþór Inga Gunnlaugsson.Við settumst niður í hljóðveri Eyþórs í Hafnarfirðinum, miðvikudaginn 20. nóvember 2019, og spjölluðum um allt á milli himins og jarðar. En þó aðallega tónlist!Enda hefur hann afrekað ótrúlega margt á ótrúlega stuttum tíma. Eyþór Ingi hefur meðal annars leikið í Hárinu, Vesalingunum, Oliver Twist, Rocky Horror og Jesus Christ Superstar. Hann vann söngkeppni framhaldsskólanna, Bandið hans Bubba og söngvakeppni sjónvarpsins, þrátt fyrir að vera lítið hrifinn af því að keppa í tónlist.Hann var söngvari í Stuðmönnum í þó nokkurn tíma og hefur verið fastur söngvari í Todmobile í 10 ár!Við heyrum hvernig mamma hans lét Heilsubælis videospóluna hverfa þegar hann var krakki enda Laddi og Elvis Presley aðal átrúnaðargoðinn. Eyþór segir okkur líka frá undarlegri heimsókn Bubba Morthens í vinnuna til hans á Dalvík, afhverju hann varð að selja fínu harmonikkuna sína eftir tvö innbrot, hvernig hann endaði óvænt í Stuðmönnum eftir súpu og hamborgara með Jakobi Frímann og helstu ráðamönnum þjóðarinnar, hvernig hann átti upprunalega að leika hinn fullkomna mann í Rocky Horror en fékk stöðulækkun niður í kryppling, hvernig ótrúlegasta fólk gaf honum allskonar ráð áður en hann fór fyrir hönd þjóðarinnar í Eurovision, hvernig hann notaði hvíta lygi til að Rock Paper Sisters fengu hita upp fyrir Billy Idol, hvað varð til þess að hann byrjaði í Todmobile og hvernig hann varð vitni af yfirgengilegri símafíkn tónleikagesta á tónleikum Jack White í London.Þetta og svo miklu, MIKLU, M I K L U meira í AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK!Hér er svo linkur á Spotify playlista sem geymir allskonar tónlist sem tengist spjallinu okkar í þættinum: https://open.spotify.com/playlist/5QKsuinGOnhKvV3NAJNjt5?si=aprHMmauTU-gVF8CuP6Cmwwww.hlynurben.net