Halldór Gunnar
AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK! - Un pódcast de Hlynur Ben
Categorías:
Tónlistarmaðurinn og kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson sest í stólinn að þessu sinni.Halldór hefur unnið við ýmislegt í gegnum tíðina. Þar á meðal sem bílstjóri á bananabíl, verslunarstjóri í plötubúð og múrari þegar góðærið stóð sem hæst.Það var þó skrifað í skýin að hann yrði tónlistarmaður og það hefur svo sannarlega gengið eftir.Hann stofnaði og stjórnar kórnum Fjallabræður, dælir út slögurum og skemmtir á böllum með hljómsveitinni Albatross, hefur átt farsælt samstarf með Sverri Bergmann og tekið upp plötu í Abbey Road.Halldór Gunnar hefur líka samið, ekki eitt, heldur tvö Þjóðhátíðarlög sem eru með þeim vinsælli í þeim lagabálki.Við heyrum skemmtilegar sögur af því hvernig hann flakkaði um landið og tók upp rúmlega 30 þúsund Íslendinga fyrir eitt lag, endaði óvart sem verslunarstjóri yfir öllum verslunum Skífunnar á sínum tíma, borgaði sjálfur mótframlag bæjarfélagsins fyrir tónlistarnám svo hann þyrfti ekki að flytja lögheimilið sitt frá Flateyri, stofnaði einn vinsælasta kór landsins með því að hringja í gamla skólafélaga sem gengu undir viðurnefninu víkingasveitin og auðvitað hvernig Fjallabræður náðu að klára allt áfengið á barnum í einu flottasta hljóðveri heims á örfáum klukkutímum.Þetta og svo margt, margt fleira í þessum þriðja þætti af AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK!Hér er svo linkur á Spotify playlista sem geymir allskonar tónlist sem tengist spjallinu okkar í þættinum: https://open.spotify.com/playlist/37Xh6wiWPRLMpQUPz7QYkd?si=3zYjH2vyRqaY90rj781bFQwww.hlynurben.net