13. Náttúruvernd

Áslaug og Óli Björn - Un pódcast de Áslaug og Óli Björn

Við getum nálgast náttúruvernd frá mörgum hliðum. Siðferðilegum, þar sem skylda okkar er að skila landinu til næstu kynslóðar í ekki verra ástandi en við tókum við því. Tilfinningalegum, með vísan til fegurðar hins villta og ósnortna. Frá hlið lýðheilsu, með áherslu á heilbrigt umhverfi, aðgang að heilnæmu lofti, vatni og matvælum. Eða frá hlið efnahags. Náttúruvernd getur verið arðbær. Nnýting náttúrunnar og vernd hennar fara vel saman eins og Íslendingar hafa sýnt fram á með fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þar tvinnast náttúruvernd og arðbær nýting í eitt. Íslensk ferðaþjónusta á allt sitt undir náttúruvernd. Hreint vatn og heilnæm matvæli verða aldrei að fullu metin til fjár, en eru ein undirstaða góðra lífskjara. Um þetta allt fjöllum við í dag.