Reykjavík síðdegis þriðjudaginn 11. júní 2019

Bylgjan - Un pódcast de Bylgjan

Categorías:

Guðmundur Jóhann Arngrímsson, verslunarstjóri hjá Vodafone, ræddi við okkur um tæki til að fylgjast með staðsetningu barna. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ræddi um samskipti Íslands og Tyrklands en þau hafa verið í brennidepli undanfarið í tengslum við landsleik Íslands og Tyrklands. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis, ræddi við okkur um öryggi heimasíðna á Íslandi en nokkrar heimasíður hafa orðið fyrir árásum í aðdraganda leiks Íslands og Tyrklands. Rafn Hilmarsson, þvagfæraskurðlæknir hjá Landsspítalanu, ræddi við okkur um nýtt krabbameinspróf. Gummi Ben ræddi við okkur um landsleikinn í kvöld. Daði Gunnarsson, yfirmaður netafbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ræddi við okkur um svikahrappa á Facebook sem eru að auglýsa oft í nafni þjóðþekktra Íslendinga.