Allt í fokki hjá Flokki fólksins

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Það hefur ekki blásið byrlega fyrir Flokki fólksins undanfarið. Eftir það sem má kalla stórsigur í síðustu Alþingiskosningum og gott gengi í sveitarstjórnarkosningunum í vor, hefðu sumir sagt að nú væri aldeilis tækifæri fyrir flokkinn að láta til sín taka. En hneykslismálin hafa gert flokknum erfitt um vik, bæði á þinginu og svo núna er allt uppi í háaloft í bæjarpólitíkinni á Akureyri. Karlarnir í flokknum virðast sumir hafa átt í vandræðum með sig, þá sérstaklega hvað varðar samskipti sín við eða um konur. Og nú virðist heldur betur anda köldu á milli forystunnar í Reykjavík og karlanna á Akureyri - og lögreglurannsókn og möguleg meiðyrðastefna verið orðaðar. Sunna Valgerðardóttir leit yfir mál Flokks fólksins í Þetta helst í dag.