Banvænar og óútreiknanlegar eldingar

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Við ætlum að líta til himins. Að meðaltali deyja um 60 manns á dag eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Þó eru bara til heimildir um níu banaslys af völdum eldinga hér á Íslandi, en það á sér svo sem nokkuð eðlilegar skýringar. Félagsfælni, persónuleikabreytingar og jafnvel sjálfsvígshugsanir geta hrjáð þau sem hafa orðið fyrir eldingu og lifað það af. Þórður Arason jarðeðlisfræðingur er einn helsti sérfræðingur landsins þegar kemur að eldingum og var hann til viðtals á Rás 1 á dögunum þegar heldur óvenjulegt eldingaveður gekk yfir Noreg. Hann segir meðal annars frá því hvað gerist í mannslíkamanum þegar hann verður fyrir eldingu og hvernig ber að tryggja öryggi sitt í eldingaveðri. Þetta helst fer í dag yfir þetta náttúrufyrirbrigði, sem hefur til þessa ekki valdið miklum usla á Íslandi, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér með hlýnandi loftslagi og aukinni útivist á fjöllum.