Bikarinn á loft á Hlíðarenda í fyrsta sinn í fjóra áratugi

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Í dag er það helst að Valsmenn eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla, eftir sigur á Tindastólsmönnum í oddaleik úrslitaeinvígisins á Hlíðarenda í gær. Þetta er í fyrsta sinn í tæp fjörutíu ár sem Valsmenn hampa bikarnum eftirsótta. Já, Valsmenn hafa ekki riðið feitum hesti í körfuboltanum, undanfarna áratugi, en undanfarin ár hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fyrsti Íslandsmeistaratitill kvenna í körfuknattleik vannst í apríl 2019 en liðið varð einnig bikarmeistari sama ár. Annar Íslandsmeistaratitill félagsins í körfuknattleik kvenna bættist í safnið árið 2021. Og nú er sá stóri kominn karlamegin líka. Til ræða þennan uppgang í körfunni á Hlíðarenda og þennan langþráða sigur Valsmanna, eru hingað komnir tveir gallharðir stuðningsmenn Vals, og stjórnarmenn, Grímur Atlason og Svali Björgvinsson. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.