Dráttarvélaslys hafa kostað tugi barna og bænda lífið

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

79 banaslys hafa orðið vegna dráttavéla eða tengdra tækja í landbúnaði á Íslandi. Banaslys vegna dráttarvéla voru þrisvar sinnum algengari meðal barna en fullorðinna. Slysin urðu flest í kringum 1960-70 fyrir tíma áfallahjálpar. Því má ætla að fæstir hafi unnið úr þeim áföllum sem fylgdu dráttarvélaslysunum. Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði barna, sagði frá rannsóknum sínum á dráttarvélaslysum á Íslandi. Þóra Tómasdóttir talaði við hana.