Falsararnir óstöðvandi

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Stóra málverkafölsunarmálið hófst eiginlega með forsíðufrétt Pressunnar 1990, skrifuð af hinni tvítugu Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og Kristjáni Þorvaldssyni heitnum. Þau voru dæmd fyrir meiðyrði. Fyrir að segja ekki rétt frá. En var þetta falsfrétt? Forvörður Listasafns Íslands segir svo ekki vera. Í þriðja þætti Þetta helst um málverkafalsanir ræðir Þóra Tómasdóttir við nöfnu sína og fer yfir málið í baksýninsspeglinum, Jón HB Snorrason saksóknari, sem stjórnaði lögreglurannsókninni á stóra málverkafölsunarmálinu og skoðar hvers vegna það virðist ekki vera hægt að stöðva íslenska málverkafalsara. Sunna Valgerðardóttir sér um samsetningu.