Hefur læknað apa af Parkinson

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Hingað til hefur Parkinson verið ólæknandi sjúkdómur. Heilaskurðlækninum Arnari Ástráðsyni og samstarfsfólki hans hefur hins vegar þegar tekist að lækna bæði rottur og apa af sjúkdómnum. Þessi einstaki árangur byggir á Nóbelsverðlaunaðri aðferð við að þróa stofnfrumur. Arnar hefur unnið að þessu í rannsóknarteymi við Harvard háskóla í 17 ár og nú er komið að því prófa aðferðina á fólki. Arnar átti fatlaða systur sem varð honum hvatning til að fara þessa leið. Þóra Tómasdóttir ræddi við Arnar Ástráðsson.