Hvernig framtíð vilja Sjálfstæðismenn?
Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:
Útlit er fyrir æsispennandi kosningar um nýjan formann Sjálfstæðisflokksins á landsfundi um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stór hluti þeirra um það bil tvö þúsund landsfundarfulltrúa sem fá að kjósa formann, enn óákveðnir. Þeir munu því gera upp hug sinn á sjálfum fundinum. Á morgun, laugardag, flytja frambjóðendur sínar ræður sem líklega ráða úrslitum í sjálfri kosningunni á sunnudag. Þóra Tómasdóttir ræðir við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur.