Manndrápsfílar á Indlandi (e)

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Við lítum aðeins aftur til Indlands í dag. Katrín Ásmundsdóttir kannaði svolítið sértakt mál þaðan. Mál sem fór eins og eldur í sinu um internetið, og vakti upp flóknar spurningar um samvist manna og dýra á 21. öldinni. Fíll réðst á og traðkaði niður sjötuga konu þar sem hún sótti vatn í brunn. Konan lést af sárum sínum, en fíllinn sneri aftur þegar bálför hennar fór fram, kastaði líkinu til og traðkaði á því aftur. Katrín settist niður með Jóni Má Halldórssyni líffræðingi og spurði hann hvað þetta gæti þýtt.