Neysluskammtar gerðir refsilausir: Taka fjögur

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Stríðið gegn vímuefnum er í raun stríð gegn fólki. Skylda yfirvalda er að verja fólkið í landinu en ekki fara í stríð gegn því. Þetta segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, og fyrsti flutningsmaður frumvarps um afglæpavæðingu vörslu neysluskammta - frumvarp sem er nú á kunnuglegri leið í gegn um Alþingi í fjórða sinn. Halldóra segir óhjákvæmilegt að löggjafinn taki þetta skref að lokum, í ljósi þess að núverandi refsistefna sé alls ekki að virka. Vímuefnanotkun er að aukast, andlátum vegna of stórra skammta fjölgar ár frá ári. Sunna Valgerðardóttir tekur Halldóru tali í Þetta helst í dag og ræðir úrræðaleysi stjórnvalda og von Halldóru og fleiri þingmanna um að frumvarpið verði samþykkt.