Nístandi sorg í Neskaupstað

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Sviplegt dauðsfall ungs manns sem lést af völdum voðaskots þegar hann var við gæsaveiðar við Hálslón, lagðist þungt á íbúa í heimabæ hans, Neskaupstað. Sama dag og haldin var minningarstund um hann var greint frá því að eldri hjón hafi fundist látin á heimili sínu í bænum. Lögregla handtók heimamann sem grunaður er um að vera valdur að dauða þeirra. Við heyrum hvernig fólki er rétt hjálparhönd í slíkum aðstæðum. Þóra Tómasdóttir ræddi við Benjamín Hrafn Böðvarsson prest í Norðfjarðarsókn og Sigurlín Kjartansdóttir yfirsálfræðing á Heilbrigðisstofnun Áusturlands.