Ragnhildur og skóburstarinn sem varð forseti

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Ragnhildur Thorlacius fjallaði í janúar um Lula da Silva, sem þá var nýendurkjörinn forseti Brasilíu. Hann hefur setið í fangelsi í tvígang, hann er alinn upp í sárri fátækt og barnamergð, hann lærði að lesa þegar hann var 10 ára og seldi hnetur og burstaði skó í barnæsku til að hafa í sig og á. Hann er nýsestur á forsetastól í annað sinn, rígfullorðinn, forseti 215 milljóna manna.