Raunir Shamimu Begum

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Lundúnastúlkan Shamima Begum var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún strauk að heiman og gekk til liðs við Íslamska ríkið í Sýrlandi ásamt tveimur skólasystrum sínum á svipuðu reki. Lífið í Íslamska ríkinu reyndist ekki vera sú útópía sem hún hafði búist við. Hún eignaðist þrjú börn með hollenskum vígamanni og missti þau öll ung og hefur hafist við í flóttamannabúðum í norðaustanverðu Sýrlandi undanfarin þrjú ár. Hún hefur lýst því yfir að hún vilji snúa heim til Bretlands en það er henni ómögulegt þar sem hún hefur verið svipt breskum ríkisborgararétti fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum. Árum saman hefur Begum barist fyrir að fá ríkisborgararétt sinn aftur, og nýlega dró til tíðinda í máli hennar. Þar kemur gagnnjósnari við sögu. Þetta helst rekur sögu Begum.