Réttindalaus á réttargeðdeild í sjö ár
Þetta helst - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Fyrir þremur árum var greint frá máli mikið fatlaðs manns sem hafði þá verið fastur inni á réttargeðdeildinni á Kleppi vegna úrræðaleysis kerfisins. Þetta var kallað mannréttindabrot og lögbrot. Maðurinn er þar enn í dag, án allrar þeirrar nauðsynlegu þjónustu sem honum ber. Yfirlæknir deildarinnar hefur barist lengi fyrir máli mannsins, en lítið þokast. En nú stendur til að byggja nýja réttargeðdeild, þó að það hafi ekki farið hátt. Sunna Valgerðardóttir skoðar sögu réttargeðdeildarinnar á Íslandi, sögu þessa ólánsama manns sem situr þar fastur og plönin sem standa til.