Röddin þögguð í afgerandi þjóðaratkvæðagreiðslu

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Ástralska þjóðin gekk til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina. Niðurstöðurnar voru afgerandi: 60 prósent sögðu nei, tillagan var felld í öllum ríkjunum sex. Tillagan hefur verið kölluð Röddin, The Voice, sem átti að gefa frumbyggjum landsins meiri réttindi og viðurkenningu í stjórnarskránni. Og það sem vakti ekki síst athygli er að töluvert stór hópur frumbyggja sögðu líka nei. Sunna Valgerðardóttir fjallar um frumbyggja Ástralíu.