Stærsta kjarnorkuver Evrópu miðpunktur stríðs

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Alheimurinn óttast að meiriháttar kjarnorkuslys kunni að vera yfirvofandi í stærsta kjarnorkuveri Evrópu, kjarnorkuverinu í úkraínsku iðnaðarborginni Zaporizhzhia. Rússneskt herlið hefur haft verið á valdi sínu síðan í mars, en skæðir bardagar hafa staðið yfir allt umhverfis það vikum saman. Leiðtogar um allan heim hafa hvatt bæði Rússa og Úkraínumenn að láta af bardögunum, en hver vísar þar á annan eins og gengur og gerist í stríði. En í dag dró til tíðinda þegar það var tilkynnt að vel valið teymi frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni er á leið til Zaporizhzhia, nokkuð sem Úkraínuforseti hefur krafist í langan tíma. Þetta helst skoðaði aðeins Zaporizhzhia kjarnorkuverið og leit til Chernobyl í leiðinni.