Tvísýn evrópsk gleðiganga í Belgrad

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Yfirvöld í Belgrad, höfuðborg Serbíu, lögðu bann við samevrópskri gleðigöngu hinsegin fólks sem halda á í borginni á morgun, en gangan verður að líkindum gengin samt, samkvæmt síðustu fréttum. Gleðigangan er hápunkturinn á EuroPride, evrópskri hátíð hinsegin fólks, sem haldin er í Serbíu í ár. Það er í fyrsta sinn sem EuroPride er haldið í landi í Suðaustur-Evrópu og vonuðust aðstandendur til að viðburðurinn myndi marka þáttaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks í Serbíu. Þetta helst fjallar um EuroPride og rifjar upp sögu gleðigöngunnar í Belgrad, en hún er þyrnum stráð.