Ungt fólk, TikTok og baráttan um Bessastaði

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Kosningabaráttan um Bessastaði var háð í fjölmiðlum, úti á meðal fólks og á samfélagsmiðlum. Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands var áberandi á Tik Tok og fleiri samfélagsmiðlum auk þess sem framboðið rak sérstaka kosningamiðstöð fyrir ungt fólk. Auður Ína Björnsdóttir, nemi í sálfræði og dóttir Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Björns Skúlasonar, tók virkan þátt í kosningabaráttunni auk bróður síns Tómasar Bjarts, en systkinin stunda háskólanám í New York. Eyrún Magnúsdóttir hitti Auði Ínu á heimili fjölskyldunnar á Klapparstíg, skömmu eftir hið klassíska ávarp nýs forseta af svölunum heima. Hún segir áherslu hafa verið lagða á það að skapa stemningu fyrir kosningunum hjá ungu fólki.