Vendingar í máli Emmett Till

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Það eru liðin 67 ár frá því að Emmett Till, þá 14 ára gömlum, var rænt, hann pyntaður og loks myrtur á hrottafenginn hátt af tveimur mönnum. Tilefnið voru ásakanir ungrar konu um að drengurinn hefði flautað á hana og hegðað sér á óviðeigandi hátt gagnvart henni, í verslun hennar og mannsins hennar. Atvikið átti sér stað í Suðurríkjunum. Á tímum sem einkenndust af kynþáttahatri, -ofbeldi og misskiptingu. Konan var hvít. Árásarmennirnir líka. Drengurinn svartur. Árásarmennirnir tveir voru sýknaðir af kviðdómi í málinu og enginn hefur verið látinn sæta refsingu vegna dauða unga drengsins. Nú gæti þó hugsanlega dregið til tíðinda þar sem hópur sjálfboðaliða hafði uppi á gamalli handtökuskipun sem gæti skipt sköpum. Við könnuðum málið í Þetta helst.