Vera og hollensku djöfladýrkendurnir

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Smábær nokkur í Hollandi tapaði á dögunum dómsmáli gegn samfélagsmiðlinum Twitter. Bærinn Bodegraven krafðist þess að Twitter fjarlægði ummæli notenda um að í bænum væri starfræktur djöfladýrkunarbarnaníðshringur og bæjarbúar hefðu pyntað og myrt fjölda barna. Twitter féllst ekki á það. Þrír hollenskir menn hafa þegar verið dæmdir fyrir að dreifa sögusögnum á netinu um meint satanískt athæfi bæjarbúa, sem einn þeirra segist hafa sjálfur lent í. Ekkert er þó hæft í ásökununum. Vera Illugadóttir fjallaði um þetta furðulega mál í október.