Við hefðum átt að vera löngu farin úr Grindavík

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Sólný Pálsdóttir og hennar stóra fjölskylda úr Grindavík er að reyna að venjast ósvissuástandinu sem nú ríkir vegna jarðhræringa á svæðinu. Þau elska bæinn af öllu hjarta og mega ekki til þess hugsa að þau geti ekki snúið aftur til þess lífs sem þau þekkja þar. Mest af öllu reynir ástandið á yngsta barnið, hann Hilmi Sveinsson. Hann er tólf ára gamall, með downsheilkenni og kann bara ekki að meta þessa skjálfta og læti. Fjölskyldan er þó ekki bara með hugann við framtíð heimabæjarins því á sama tíma og beðið er eftir mögulegu eldgosi á svæðinu, er líka beðið eftir að lítið barn fæðist inn í fjölskylduna. Við heyrum líka í tengdadóttur Sólnýjar, henni Rannveigu Björnsdóttur, sem á að vera að læra undir próf í þessum skrítnu aðstæðum. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.