Vitnaleiðslur vegna árásarinnar á þinghúsið 6. janúar

Þetta helst - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Um þessar mundir fara fram opinberar vitnaleiðslur rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra. Nefndin sakar Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa skipulagt og undirbúið valdaránstilraun hins æsta múgs sem réðst inn í þinghúsið sjötta janúar 2021. Trump hafði þá verið með háværar kenningar um að Demókratar hefðu beitt kosningasvindli í nýafstöðnum forsetakosningunum - og því hefði Joe Biden sigrað þær. Þessar kenningar viðraði hann við hvern sem heyra vildi. Þá krafðist forsetinn fráfarandi þess að Mike Pence, varaforseti hans, kæmi í veg fyrir að Biden tæki við embættinu. Þó án árangurs, enda var slíkt aldrei á færi varaforsetans. Það er meðal annars vegna þessa sem rannsóknarnefndarmeðlimir telja Trump hafa verið einn helsta og mikilvægasta hvatamann árásarinnar. En varaformaður nefndarinnar segir Trump hafi tendrað bálið sem leiddi til innrásarinnar. Hingað til hafa tveir af sjö dögum opinbera vitnaleiðsla rannsóknarnefndarinnar farið fram - og ýmislegt verið dregið fram í dagsljósið. Þriðja fundinum, sem átti að fara fram í dag, var frestað til morguns vegna formsatriða. Þá stendur til að varpa ljósi á tilraunir Trumps til að knýja Mike Pence, fyrrverandi varaforseta, til að koma í veg fyrir að þingið staðfesti réttmætt kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. Katrín fer yfir fyrstu tvo daga vitnaleiðslanna, aðdragandann, árásina og eftirmálana. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.