99 Luftballons – Gasblöðrur. Gaman. Tortíming. Ást.

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

Allir þekkja 99 Luftballons. Það er eitt frægasta 80s lagið. Fílgúdd með synthum og allir glaðir. Og lagið er kannski fyrst og fremst um gleði, æsku og fjör. En blaðran er blásin stærra en það. Lagið er líka um kalda stríðið, tortímingu, völd, græðgi, kommúnisma en reyndar fyrst og síðast um ástina. Gasblöðrurnar 99 eru merkingafræðileg lagkaga, snilldarlega bökuð með blöndu af new-wave og poppi, borin fram af Nenu, mest sjarmerandi rock píu 9. áratugarins og þótt víðar væri kembt. Hlustið, greinið, fílið.