Álfheiður Björk – Ítölsk skíða-ástarjátning borin fram með tómatsósu á Broadway, Ármúla
Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes
Categorías:
Kapteinn Ahab dó áður en hann náði að sigrast á Moby sínum Dick og lengi hefur litið út fyrir að Fílalag væri ekki að ráða við stóra fiska í íslenskri poppsögu eins og Eyjólf Kristjánsson og Björn Jörund. En viti konur. Hér eru þeir fílaðir báðir í einu. Það er komið að því að fíla Álfheiði Björk. Þessi Broadway í Ármúla negla frá sléttri níu, er ærandi, gírandi og afhjúpandi. Álfheiður Björk er eitt af þessum lögum sem verður jafnvel betra ef það er öskursungið af tómatsósurauðu fólki í eftirpartíi. James Bond hafði leyfi til að drepa. Álfheiði Björk má fíla. Hér er þetta allt saman tekið fyrir. Strípurnar á Eyfa, stóru vestin, sperringur Jörunds, tíkallasímarnir og töfrarnir. Spennið á ykkur fílunar-beltin. It’s time for take-off.