Alright -Kálfum hleypt út

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

Eitt sterkasta afl í heiminum nefnist ungæði. Þrátt fyrir ýmsar fregnir af öðru þá elskar ungt fólk yfirleitt lífið því þegar maður er ungur hefur maður ekki áhyggjur af því að vera gamall. Að vera gamall er bara eitthvað sem gamalt fólk gerir. Þetta virkar einfeldningslegt og þess vegna er ungæði svona áhrifamikið. Hljómsveitin Supergrass var kapítalíseruð á nákvæmlega þessu: ungæðinu. Bæði voru hljómsveitarmeðlimirnir sjálfir mjög meðvitaðir um að þeir væru ungir og að lífið væri skemmtilegt en svo var líka fólk í kringum þá sem vissi að þannig ætti að kynna þá fyrir heiminum. Í laginu Alright, sem er fílað í dag, kemur þetta allt svo skilmerkilega fram. Lífið er einfalt þegar maður er ungur. Maður þarf ekki að eiga stórt hús eða flottan bíl eða þekkja merkilegt fólk. Eins og skáldið Gaz Coombes orti: „We wake up, we go out, smoke a fag, put it out / See our friends, see the sights, feel alright.“ Búið ykkur undir svakalega föstudagsræsingu. Vorið kemur snemma í ár. Búið ykkur undir að sjá kálfunum hleypt út.