Born in the U.S.A. – Kældur, vaggandi skrokkur í BNA

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

Bruce Springsteen – Born in the U.S.A. Levis 501. Nestisbox úr stáli. M16 hríðskotariffill. Eldar loga. Miskunnsami samverjinn kveikir sér í sígarettu og askar ofan á fólkið í ræsinu. Samverjinn ryður sér inn í neðanjarðarlest með harðplasta stresstösku sem hefil. Það er átta. Það er harka. Allir lúðrar eru þandir. Allt logar. Nema þeir sem eru í kælingu. Hægri, hrjúfri deyfingu. Kaldir dúddar rugga sér. Brenna út, líkamlega og andlega, því enginn heyrir í þeim og öllum er skítsama. Þrátt fyrir samfélagsmiðla og ofgnótt tjáningarleiða, þá er stór hluti fólks algjörlega ósýnilegt. Þetta er allskonar fólk, af öllum kynþáttum, kynjum, tegundum og sortum. Stór hluti okkar er í hægri staðdeyfingu að fjara út einhverstaðar. En hvort sem deyfingin felst í því að horfa á súdó-vísinda heimildamyndir og netflixa sig í döðlur eða troða sig út með vöfflum á kosningamiðstöð Miðflokksins, þá er staðreyndin samt sú, að allt þetta fólk er afsprengi þjóðfélags okkar. Og aðeins listin getur ljáð þeim rödd. Poppmúsík líknar. Hún er um þjáninguna. Hér er það. Kannski misskildasta lag allra tíma. Tveggja hljóma blús um þjáningu og skilningsleysi, sem endaði sem ástaróður til lífstílsins sem þjáninguna skapaði. Steini. More than just a pretty face. Fílið.