Box of Rain – Sviti. Heimspeki. Fílgúdd. Hass. Paranoja. Kynlíf. Dauði. Stemning.
Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes
Categorías:
Kafloðin handabök skoppa upp og niður á hljómborði. Sýra merlast í heilahvelum. Djúpsteikingarfita hjúpar innanverð vélindu. Grateful Dead eru í hljóðverinu. Veröldin er kamelgul. Meðvitund, svefn og dauði. Allt eru þetta frændur. Loðnasti fíllinn er tekinn fyrir. Kafloðinn. Hárið er hart og mikið, liggur strítt í allar áttir. Grateful Dead er meira en hljómsveit. Það er menningarfyrirbrigði, afl, vídd og fasti. Kannski soldið erfitt að útskýra það í 45 mínútna hlaðvarps-þætti. En Fílalag fór í málið. Því Grateful Dead er fyrst og fremst – framar allri heimspeki, nördaskap og skaðræði – Grateful Dead er fyrst og fremst grííííííííðarlegur fílingur. Hér er borinn fram kassi af regni. Njótið!