Criticism as Inspiration – „Sex mínútna langur hengingarkaðall“

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

„90’s var tími öfga í tónlist. Það sem var að seljast var annaðhvort öfga hedó-popp eins og 2Unlimited eða öfga rokk um sjálfstortímingu eins og Nine Inch Nails. Það var annaðhvort grunna laugin eða hyldýpið, ekkert pláss fyrir venjulegt svaml. En þegar rykið var að setjast voru margir í sárum. Heil kynslóð var sködduð. Meðal þeirra eru tónlistarmenn eins og David Bazan sem stofnaði Pedro the Lion. Tónlistin hans er svo full af vonleysi að það er unaður á að hlýða,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags. „Ég hef hitt þennan náunga. Hitti hann á heimavelli í Seattle. Hann sat þarna í faded T-shirt og það datt hvorki af honum né draup. Það er góð uppistaða í honum, rosalega góð hráefni, þetta er eðal-náungi í 100% jafnvægi. Hann hefur basically verið seconds from suicide í stöðuga tvo áratugi. Það er engin örvænting í þessu, hann er bara solid staddur í neðsta þrepi lífshamingjunnar og gefur frá sér þessa stöðugu fallegu þunglyndu orku. Eðall!“ segir Snorri en hann varð þess heiðurs aðnjótandi að leika á tónleikum með David Bazan í Seattle fyrir nokkrum árum.