(Don’t Fear) The Reaper – Dasað, ráðvillt, daður við dauðann

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

Sjöan tók Guðmund og Geirfinn og Íslendingar eru enn ráðvilltir um hvað gerðist. Hvernig gátu tveir ungir karlmenn horfið inn í myrkrið? En í Bandaríkjunum var sjöan eins og ryksuga og ungmennin hurfu í stórum stíl eins og enginn væri morgundagurinn. Amerísk sjöa: Krakkar að stíga yfir í móðuna, krakkar að láta sig gossa. Blue Öyster Cult voru gítarklæddu hirðingjarnir. Einskonar ameríkaníseruð útgáfa af Black Sabbath eða Zeppelin, þó blíðari og oggulítið væmnari. En þeir döðruðu við myrkrið – kannski meira en böndin sem þau líktust. Og líklega hvergi meira en í sínum allra stærsta hittara: Don’t Fear the Reaper. Ekki hræðast sláttumanninn. Ekki hræðast dauðann. Taktu í hönd mína. Deyjum saman. Sungu rokkdelarnir undir dáleiðandi kúabjöllu-greddu og unglingarnir fylgdu í humátt á eftir og fjölmargir gengu myrkrinu á hönd. Í dag er þetta gullbylgjumoli eða síðasta lag fyrir fréttir á Rás 2. Ekkert stress. En að baki þessu liggur þungi sjöunnar, og það eru ekki lítil þyngsli. Þyngsli amerískrar sjöu eru mögulega mestu þyngsli sögunnar. Ekki hræðast sláttumanninn.