Dream On (Gestófíll: Árni Vil) – 18 tommu munnur

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

Aerosmith er tekið fyrir í nýjasta þætti Fílalags. Þar er fjallað um kjaftana, leðrið, hattana og músíkina. Sérstakur gestófíll er Árni Vilhjálmsson, sem flaug alla leið frá Reykjavík til Toronto fyrir þessa 28 mínútna fílun. Aerosmith eru með þeim seigustu í bransanum. Þeir hafa teygt á sér höfuðleðrin, elskast á trommuhúðum og þuklað á gítarhálsum í hálfan fimmta áratug. Þeir eru ákveðin bestun á Stones og Zeppelin. Þessu er öllu gerð skil í þætti dagsins. Hlustið og fílið!