Égímeilaðig – Fyrir tíma Tinder

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

Fílalag heldur áfram að róta í gullkistunni og sendir hér aftur út þátt frá í mars 2014 sem ekki hefur verið fáanlegur á netinu í langan tíma. Maus var stofnuð fyrir rúmum tuttugu árum og varð strax mjög vinsæl, bæði meðal gagnrýnenda og einnig almennings. Maus spiluðu kúl alternative rokk, mikið undir áhrifum frá bresku new-wave og ýmiskonar gotnesku kuldastöffi. Það sem gerði Maus jafnvel enn áhugaverðari var að textarnir eru á íslensku (með viðamiklum undantekningum) og umfjöllunarefnið var ekki alltaf af einfaldari gerðinni. Í laginu sem er hér til umfjöllunar er til dæmis fjallað um náin samskipti á tímum tölvupósts, sem er mjög athyglisvert í ljósi þess hvernig internetið hefur þróast síðan. Hlustið á þessa 90s alternative neglu Mausara og umfjöllun Fílalags um hana hér fyrir neðan.