Þeir bestu – Ég mun fela öll mín tár
Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes
Categorías:
Hljómar – Ég mun fela öll mín tár Undir fílunarnálunni eru Hljómar frá Keflavík. Besta band Íslands, fyrr og síðar. Þeir voru vinsælastir, frjóastir og metnaðarfyllstir allra banda á Íslandi í svo langan tíma. Óháð öllu meiki og heimsyfirráðum, þá hefur ekkert band gefið hann jafn grimmann. Frá falsettum Berta Jens til lagasmíða Gunna Þórðar, frá tyggjókjafti Rúna Júl til ölvandi raddar Shady Owens. Hljómar eru sólkerfi þar sem flest önnur bönd eru kálgarður. Hættum að hafa í flimtingum. Keflavík er sólin. Hljómar geislar hennar.