Fake Plastic Trees – Einkennislag níunnar

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

En auðvitað er þetta ekki svona einfalt. Í tónlist Radiohead er skíma – það er von í henni. Von fyrir intróvert lúðana, veggjalýsnar og alla sem eru krepptir. Það er von því Radiohead eru sigurvegarar sem lyfta hlustendum sínum upp úr hyldýpinu. En það má ekki fara of hratt upp úr. Þá fær maður kafaraveikina. Fake Plastic Trees sameinar öll Radiohead elementin. Það er ballaða, sous-vide, en með miklu risi. Við fyrstu hlustun mætti halda að allt sé ömurlegt í heiminum – en það er lykill að glatkistunni. Og maður rís upp. Fake Plastic Trees er nokkuð þungur biti. Eitt stærsta kjamms Fílalags. Og ekkert á vísann að róa með það. Lagið stendur öllum sem lifðu níuna nærri. Og það er vandasamt að fíla það án þess að það breytist í intróvert-lepju. En vonandi tókst að greina það. Það var allavega ætlunin. Fake Plastic Trees. Þjóðsöngur níunnar – og líka sígræn eilífðarnegla.