Freak Like Me – Hlaðið virki

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

Sugababes – Freak Like MeÞað er komið að því að kafa ofan í popptíví-árin. Þegar popptónlist innihélt ekki siðferðisleg skilaboð. Sugababes komu frá London og slógu í gegn með sinni fyrstu plötu ári 2000. Tveimur árum síðar hélt sigurgangan áfram með lögum eins og Round Round og svo laginu sem fílað er í dag, Freak Like Me. En Freak Like Me á sér lengri sögu. Það er ábreiða af lagi Adinu Howard frá 1995, sem var sjálft inspírerað af fönkmúsík frá miðri sjöunni, og var síðar hefað af Sugababes með breskri nýbylgju. Freak Like Me með Sugababes er eins og kastali sem sífellt hefur verið styrktur og bættur. Niðurstaðan er býsna skotheld popp-klassík. Þetta útskýrist allt betur í þætti dagsins. Fílið!