Handle With Care – Mesta stemmning sögunnar

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

Leggjum á borð. Hvað er í matinn? Soðinn Bítill, kryddaður með Roy Orbison, eldaður af Jeff Lynne úr ELO, borinn fram með Bob Dylan og til borðs situr Tom Petty. Traveling Wilburys er mesta súpergrúbba allra tíma. Og það er hægt að fullyrða það hér að þær munu aldrei verða stærri. Reynslumeiri hópur er vandfundin. Samanlagt áttu þeir undir beltinu milljón jónusmóka, milljón munnhörpuslef á kinn, milljón blaðamannafundi. Þetta voru mennirnir með dekkstu sólgleraugun sem tekið höfðu á sig milljarð flassa. Stærstu poppstjörnur sögunnar. Allir í sama bandinu. Og hvernig hljómar það? Þægilegt fílgúdd.