Himinn og jörð (Live á Húrra) – Himinn og jörð að veði
Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes
Categorías:
Fílahjörðin kom saman á Húrra fyrir tveimur dögum síðan og hlýddi á lifandi flutning Fílalags. Eins og alltaf þegar um lifandi viðburð er að ræða, er valinn risastór og kremfylltur fíll, til fílunar. Fyrir valinu varð eitt allra stærsta lag Íslandssögunnar. Lag sem Íslendingar hafa maukfílað í þrjá og hálfan áratug, inn í bílum, upp á þökum, oná dívönum, bakvið skúra og víðar og víðar. Lag sem með sjálfu heiti sínu spannar meira svæði en flestir listamenn geta látið sig dreyma um að gera með öllu ævistarfi sínu: Himinn og jörð. Til umfjöllunar eru tveir galdramenn íslenskrar poppsögu: Gunnar Þórðarson og Björgvin Halldórsson – auk gullinsniðs rokk-kúltúrsins, Þorsteinn Eggertsson. Gunna og Bó þarf náttúrulega ekkert að kynna, en Fílalagsmenn reyndu að nálgast þessa stóru hólka með því að kanna áferð þeirra og örk. Hvert stefndu þeir? Hvert stefnum við, þar sem við erum ævinlega föst milli þessarar jarðar og þessa himsins?