I Love Rock N Roll – Hurð sparkað upp (í tuttugasta skipti)

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

Farið frá. Hún er komin. Það eru læti. Það er stemning. Við erum að tala um Joan Jett og svörtu hjörtun hennar. Af hverju er alltaf verið að opna veitingastaði með rokk-þema? Glymskratti í horni, gullplötur á veggjum, cadillac-sjeikar og curly fries? Vegna þess að það er stemning. Rokk er stemning. Rokk er besta stemningin. Joan Jett mætir hérna, árið 1982, og segir hið augljósa. „Ég elska rokk“. Hún sparkar upp hurð að hlustum okkar. Halló. Vakna. Það er stemning.