I Will Always Love You – Gullstöng

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

I Will Always Love You – Dolly Parton & Whitney Houston Hringið í Immanuel Kant. Já. Bara niður í gröfina í Kalíníngrad. Og andið í tólið. Það er fagurfræðileg fullkomnun undir fílunarnálinni í dag. I Will Always Love You. Stór orð. Stór framkvæmd. Hér er jafna fyrir ykkur. Virði hverrar sekúndu í I Will Always Love You er jafn eðlismassa gulls sinnum óendanleiki mínus innanrými sálar Belsebúbs. Ekki hringja í hagfræðing. Hér er þetta allt tekið fyrir. Teppið í stofunni hjá Dolly Parton, Sony-fjarstýring í lófa sem linast fram af baðkarsbrún. Haldið ykkur fast, kælið ykkur hratt, gefið ykkur öll á vald þéttustu eyrnapinnanibbu sem ofinn hefur verið, stjaksetjið ykkur á gullstönginni.