Lovefool – Gollur og sexkantar

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

Ein passívasta flík sem karlmenn geta klæðst er svokölluð „golla“ eða cardigan eins og hún heitir á ensku. Gollan virkar allstaðar. Kurt Cobain klæddist henni og náði þannig að dúlluþekja sýkta persónu sína. Gollur virka í fermingarveislum en einnig á fundum markaðsfræðinga. Sé orðið gúglað í fleirtölu, „cardigans“, koma upp annarsvegar auglýsingar frá fatafyrirtækjum eins og H&M sem vilja selja svoleiðis fatnað og hinsvegar upplýsingar um sænsku hljómsveitina The Cardigans, en lag hennar „Lovefool“ er til umfjöllunar í fílalag þætti dagsins. Í þættinum er farið yfir þetta allt. Sænska lífstíls-iðnaðinn, poppið, kommóðurnar, tattúin og alþjóðavæðinguna. Lovefool er lykillinn að ýmsu í samfélaginu. Í dag er kistan opnuð og mikið rótað. Njut av.