Modern Love – Að gönna Síðuna
Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes
Categorías:
Hann mætti aftur, sólbrúnn, í stórum jakka og gult hár. Hann tætti í sig áttuna. Við erum að tala um Hnífa-Davíð í sinni tíundu endurholdgun. Platan hét Let’s Dance og hittararnir komu í röðum. Modern Love líklega sá mest gírandi. Það er bannað að spila Modern Love með Bowie nálægt kirkjugörðum. Alls ekki mæta með gettóblaster í Fossvogskirkjugarð og setja þetta lag á. Það ærir líkin. Þau byrja að dansa ofan í gröfum sínum og það kemur hreyfingu á jarðveginn, sem getur valdið jarðsigi og aurskriðum. Sýnið ábyrgð. Modern Love er hinsvegar fullkomið lag til að hlusta á þegar kálfum er hleypt út á vorin. Og einnig þegar farið er út að skokka. Smeygið nú á ykkur hlaupaskóna, setjið á ykkur eitís-svitabönd og gönnið Ægissíðuna. Hlaupið eins og sperrtir kálfar. Það er kominn tími til að gönna Síðuna.