Money For Nothing – Ókeypis peningar
Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes
Categorías:
Árið er 1985. Heimsbyggðin er þyrst í rokk og popp. Kalda stríðið er í gangi en fólk austan járntjaldsins vill snjóþvegnar gallabuxur og ískalt kók. Dire Straits mæta, með sjálfan Sting sér við hlið, og gefa heiminum seðjandi mjólk úr júgrum sínum. Money for Nothing. Um er að ræða bæði upphafningu og ádeilu á MTV-kynslóðina og poppstjörnulífstílinn. Grannur vegur að feta, og aðeins á færi útlærðustu popp-séffa, sumsé aðeins á færi Knopfler-bræðra og vina þeirra. Hlýðið á og sperrið eyrun eins og refir.