Our House – Afar vel smíðað hús

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

Þeir voru sperrtir, glenntir og illa tenntir. Crosby, Stills, Nash og Young, með hassmola í vösum átján hundruð grýlna jakka sinna. Þetta var súpergrúbba – rjómi flower-power menningarinnar, tappaður á þjóðlagapela. Los Angeles. Víetnam-stríðið. Glamrandi gítarar. Alpha-male raddanir. Tónleikasalir fylltir 60s woke gleraugnaglámum. Milljón eyru sperrt. Þvílík stemning. Crosby, Stills, Nash og Young fluttu napra gáfumanna snilld sáldraða ofan í fílgúddbúðing. Ein mikilvægasta hljómsveit amerískrar sögu eða bara fjórir fokkerar með yddaða drjóla. Take your pick. Hér var allavega hlaðið í afar ljúft lag – Our House – friðelskandi laglína, sönn og allsber. Fílið.