Race For The Prize – Kalsíumhlaðin sprengja litbrigða og hugmynda
Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes
Categorías:
The Flaming Lips – Race for the Prize Ef atómsprengja með glimmeri springur í eyðimörk og enginn heyrir í henni eða sér hana. Sprakk hún þá? Önnur spurning. Eins og flestir vita er hægt að kjúfa hljóðmúrinn, þ.e. ferðast hraðar en hljóðið. Þetta geta hraðskreiðar orrustuþotur til dæmis gert og við það heyrast gríðarlegar himnadrunur. En er hægt að loka hljóðmúrnum? Hvað er andstæða þess að kljúfa hljóðmúrinn? Laga hljóðmúrinn, bera á hann extra lag af múrhúð, hylja hann skeljasandi og sveipa yfir hann leikhústjaldi? Er það hægt? Að styrkja hljóðmúrinn?! Hljómsveitin The Flaming Lips frá Oklahoma í Bandaríkjunum er stórt rannsóknarefni. Í raun er sveitin eins mikið indí og nokkur hljómsveit gæti verið – nánast skólabókardæmi. En krafturinn er svo mikill, hljóðheimurinn svo stór, hugmyndirnar svo víðfeðmar, melódíurnar svo fagrar, skilaboðin svo áræðin – að hún hættir að vera jaðar og verður að miðpunkti. Enda er það kannski ekki tilviljun að í kjölfar plötunnar The Soft Bulletin sem kom út rétt fyrir aldamót, varð indí í raun meginstraums. Sándið í laginu “Race for the Price” sem hér er til fílunar, er svo stórt og mikið, að það má byggja á þvín heilu borgirnar. Hugmyndirnar eru svo miklar, litbrigðin svo fjölbreytt, að það má sáldra yfir það kartöfluflögu-krispí-fræjum sem gefa munu af sér metrópólis eftir metrópólis af iðandi vinnslu. Race for the Price er slík sprengja, atómboma indísins. Og líka gott til að gönna síðuna.Fílið!