Sheena Is A Punk Rocker – Allt er dáið. Allt lifir.

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

Síðasti Fílalags-þáttur fjallaði um George Michael. Þátturinn var sendur út á Þorláksmessu og hann dó tveimur dögum síðar. Svipað var uppi á teningnum í nóvember þegar Fílalagsmenn tóku upp þátt um Leonard Cohen og fréttu svo degi síðar að hann væri einnig dáinn. Þetta er fílalags-bölvunin og hún er ekkert grín. Í kjölfarið fengu Fílalagsmenn fjölda fyrirspurna og ábendinga um hvern ætti að taka fyrir næst. Sumir vildu Kid Rock, aðrir Axl Rose – en Fílalag tekur þetta ekki í mál. Fílalag tekur bölvunina alvarlega og vill engan meiða. Þess vegna var farið þá leið að fíla eitthvað sem er þegar dautt, í síðustu fílun ársins 2016. En hvað þýðir annars að eitthvað sé dautt? Rokkarar deyja. Tónlistarfólk fær hjartaáföll og heilabilanir. En ekkert drepur rokkið. Ekkert drepur leðrið, sólgleraugun, Marshall-stæðurnar. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að allir upprunalegir meðlimimir þeirrar hljómsveitar sem fíluð er í dag séu dánir. Maður pælir ekkert í því þegar maður heyrir tónlistina. Hún er jafn kraftmikil og ungabarn í grátkasti. Þegar maður sér mynd af þeim hugsar maður: ódrepandi. Þetta er ódrepandi helvíti. Rifnu buxurnar, leðrið, attitjúdið. Ekkert sprengiefni veraldar getur grandað þessu dæmi. En samt eru þeir allir dánir. Allir meðlimirnir fóru yfir móðuna miklu úr ýmsum tegundum krabbameina og óverdósa á tímabilinu 2001-2014. Fáránlegt. Dóu allir fyrir aldur fram. Þetta er sætbeysk fílun. Reyndar aðallega sæt. Í síðustu fílun ársins fögnum við lífinu með því að horfast í augu við dauðann. Við endum þetta í tilvitnun í Waylon Smithers, aðstoðarmann Mr. Burns í Simpsons: „Here are several fine young men that I’m sure will gonna go far. Ladies and gentleman: The Ramones.“